Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 19. maí 2011 17:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sporting Life 
Hamit Altintop til Real Madrid (Staðfest)
Real Madrid hefur samið við Hamit Altintop miðjumann FC Bayern í Þýskalandi.

Altintop mun ganga í raðir Real Madrid þegar samningur hans við Bayern rennur út í sumar.

Altintop kom til Bayern frá Schalke árið 2007 en hann hefur núna samþykkt fjögurra ára samning við Real Madrid.

Þessi 28 ára gamli Tyrki vann sex titla með Bayern á ferli sínum hjá félaginu en hann varð meðal annars tvívegis þýskur meistari.

Altintop er annar leikmaðurinn sem Real Madrid semur við í þessum mánuði því Nuri Sahin mun einnig koma til félagsins frá Borussia Dortmund í sumar.
banner
banner