Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með stigið í kvöld gegn Víking en var samt á því að þeir hefðu getað sigrað leikinn með smá heppni.
,,Völlurinn var kannski nokkuð erfiður og svolítill vindur svo menn áttu fullt í fangi með sjálfa sig með að skila boltanum frá sér svo það varð ekki mikið um spil og annað. En það á alveg að vera hægt að vinna svona leiki," sagði Ólafur Örn við Fótbolta.net eftir leik.
,,Við gátum alveg skorað í þessum leik. Það er þarna klafs í teignum hjá þeim tvisvar í síðari hálfleik en það var það eina sem kemur frá þeim þannig að við hefðum alveg getað unnið þetta en þetta hefði getað farið verr líka."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.