,,Við fengum mark á okkur eftir 11 sekúndur eða eitthvað, ég nenni nú ekki að telja sekúndurnar en það var erfitt fyrir mitt lið að kyngja þessu," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir 4-1 tap liðsins gegn Grindavík í kvöld.
,,Markmið númer eitt var að vera klárir fyrstu 20 en við fengum svolítið á kjammann. Við fengum síðan á okkur þriðja markið og vorum 3-0 undir í hálfleik. Það var erfitt en ef þeir gátu skorað þrjú þá töldum við okkur geta skorað þrjú líka."
,,Markmið númer eitt var að vera klárir fyrstu 20 en við fengum svolítið á kjammann. Við fengum síðan á okkur þriðja markið og vorum 3-0 undir í hálfleik. Það var erfitt en ef þeir gátu skorað þrjú þá töldum við okkur geta skorað þrjú líka."
,,Fjórða markið, mér fannst þessi vítaspyrna brosleg en ég ætla ekki að tjá mig mikið um fyrr en ég sé hana í sjónvarpinu. Það var rosalegt rothögg en mínir menn héldu út leikinn og ég get ekki kvartað mikið yfir síðari hálfleik."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.