,,Ég skoraði eitt í fyrri hálfleik og það var nóg, það var fínt að þetta færi jafntefli," sagði Bjarni Guðjónsson eftir 2-2 jafntefli ÍA og KR í meistaraleik Steina Gísla í gær.
Hann er leikmaður KR en lék í liði ÍA í gær og Atli Jónasson sem lék í marki KR og er alla jafna varamarkvörður liðsins kom í veg fyrir að Bjarni skoraði fleiri.
,,Að vera með svona markmann í markinu, ég skil ekki afhverju hann er á bekknum í KR. Hann varði alveg svakalega hjá mér í seinni hálfleik."
,,Svo reyndar fékk ég alveg dauðafæri sem ég smellti upp á þyrluflugvöll."
Nánar er rætt við Bjarna í sjónvarpinu að ofan.