,,Maður er eiginlega bara orðlaus og klökkur yfir stuðningsmönnum sem maður fær í dag," sagði Sigursteinn Gíslason eftir leik ÍA og KR á Akranesi í gær sem skipulagður var til stuðnings honum í veikindum hans.
,,Bæði frá leikmönnum og öllum sem koma að þessu. Þeir sem skipulögðu þetta eiga hrós skilið. Ég er bara hrærður og nánast orðlaus."
,,Menn eru reyndar komnir af léttasta skeiði flestir en menn hafa þetta og gaman að þessu, algjör snilld."
,,Ég studdi bæði, enda fór jafntefli, þetta gat ekki verið betri úrslit."