,,Þetta var mjög sérstök tilfinning en frábær upplifun og rosalega gaman að sjá svona marga á vellinum. Þetta var ótrúlega gaman," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sem lék með ÍA í meistaraleik Steina Gísla í gær.
Þar lék hann með bræðrum sínum, Bjarna og Þórði Guðjónssonum.
,,Það var mjög gaman við höfum aldrei verið saman í ÍA treyjunni áður. Við höfum verið saman í landsliðspeysunni."
,,Það var gaman að spila með þessum gömlu hetjum þarna líka og frábært að vera á sama velli og þeir. Það var skemmtileg upplifun."
,,Þeir sýndu skemmtilega takta margir hverjir, vonandi höfðu áhorfendur jafn gaman af þessu og við sem vorum að spila úti á vellinum."
,,Það vita það allir að veðrið er alltaf gott á skaganum, gaman að sjá alla í dag og frábær dagur."
Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónvarpinu hér að ofan.