De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 20. júní 2011 10:42
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Wolves vill fá Konchesky frá Liverpool
Mynd:
Wolves hefur spurst fyrir um Paul Konchesky vinstri bakvörð Liverpool en þetta segja heimildir Sky Sports.

Konchesky kom til Liverpool frá Fulham síðastliðið sumar en náði alls ekki að slá í gegn á Anfield.

Eftir að Kenny Dalglish tók við af Roy Hodgson var Konchesky sendur til Nottingham Forest á láni í janúar.

Liklegt er að hann fari frá Liverpool í sumar og Wolves hefur nú sýnt leikmanninum mikinn áhuga.

Mick McCarthy, stjóri Wolves, er aðdáandi Konchesky en hann reyndi einnig að fá leikmanninn í janúar.
banner
banner