Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 21. júní 2011 23:59
Hafliði Breiðfjörð
Umfjöllun: Magnús afgreiddi HK snemma leiks
Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík í kvöld. Hér er hann í leiknum.
Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík í kvöld. Hér er hann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Bogi Rafn fær að líta rauða spjaldið.
Bogi Rafn fær að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Hafsteinn Briem skoraði beint úr aukaspyrnu. Hér er markinu fagnað.
Hafsteinn Briem skoraði beint úr aukaspyrnu. Hér er markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Michal Posipils fékk dauðafæri sem hann misnotaði.
Michal Posipils fékk dauðafæri sem hann misnotaði.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Robbie Winters fór meiddur af velli snemma leiks.
Robbie Winters fór meiddur af velli snemma leiks.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Ögmundur ver frá Posipils í lokin.
Ögmundur ver frá Posipils í lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Jamie McCunnie með boltann.
Jamie McCunnie með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Grindavík 2-1 HK:
2-0 Magnús Björgvinsson ('14)
2-0 Magnús Björgvinsson ('19)
2-1 Hafsteinn Briem ('32)
Rautt spjald: Bogi Rafn Einarsson, Grindavík ('45 )

Magnús Björgvinsson skoraði bæði mörk Grindavíkur þegar liðið sló 1. deildar lið HK út úr Valitor bikarnum í kvöld og er þar með komið í 8 liða úrslit keppninnar.

Daginn fyrir leikinn hafði HK vikið Tómasi Inga Tómassyni þjálfara liðsins úr starfi og Ragnar Gíslason tók við í hans stað. Ragnar nýtur aðstoðar Kristófers Sigurgeirssonar sem aðstoðaði Tómas áður svo hann fékk smá aðstoð við að koma sér inn í málin með þessum skamma fyrirvara.

HK náði forystunni á 14. mínútu. Magnús Björgvinsson slapp einn inn fyrir vörn HK og fór framhjá Ögmundi markverði HK og setti boltann úr þröngu færi í markið.

Fimm mínútum síðar bætti Magnús öðru marki við. Grindavík fékk þá aukaspyrnu tveimur metrum frá endalínu, rétt fyrir utan vítateig. Scott Ramsay tók spyrnuna og hún rataði beint á Magnús sem skallaði í netið.

Erfið byrjun fyrir lið HK sem hefur átt hörmulegu gengi að fagna í sumar og er aðeins með eitt stig úr sjö umferðum í deildinni.

Gestirnir máttu þó eiga það að þeir gáfust ekkert upp og eftir hálftíma leik minnkaði fyrirliði þeirra, Hafsteinn Briem muninn.

HK fékk þá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Grindavíkur sem Hafsteinn tók, boltinn virtist auðveldur fyrir Óskar Pétursson markvörð Grindavíkur sem lét hann samt sleppa milli fóta sér og í markið.

Staðan orðin 2-1 og til að gefa HK enn meiri möguleika á að komast inn í leikinn urðu þeir manni færri undir lok fyrri hálfleiksins þegar Bogi Rafn Einarsson fékk réttilega beint rautt spjald fyrir að henda sér í tveggja fóta tæklingu á Orra Ómarsson.

HK lék því manni fleiri allan síðari hálfleikinn og fékk alveg fínustu færi til að jafna metin þó svo síðari hálfleikur hafi varið mjög hægt af stað og ekkert gerst fyrstu 20 mínúturnar.

Fjörið færðist hinsvegar í hann þegar leið á, Fannar Freyr Gíslason fékk gott skallafæri en nýtti það illa með lélegum skalla og Leifur Andri Leifsson og Hólmbert Aron Friðjónsson fóru saman í bolta og misnotuðu þannig gott skotfæri í teignum.

Hinum megin á vellinum átti Magnús Björgvinsson mjög góða möguleika á að skora þriðja markið en nýtti ekki nokkur færi, til að mynda í uppbótar tíma þegar hann kom upp völlinn og í stað þess að skjóta á markið gaf hann á tékkan Michal Posipils sem Ögmundur Ólafsson varði frá.

Ekki var því meira skorað í leiknum og Grindavík fór því með sigur af hólmi. Bæði lið gætu hafa misst sterka leikmenn í meiðsli um einhvern tíma. Bjarki Már Sigvaldason hjá HK var borinn af velli meiddur á liðbandi og gæti verið í einhverjar vikur frá, þó er talið að liðbandið sé ekki slitið.

Alexander Magnússon sem hefur verið besti leikmaður Grindavíkur í sumar meiddist á hendi og jafnvel óttast að hann væri brotinn. Hann var í fatla í leikslok en það skýrist á morgun hversu alvarleg meiðslin eru.

Maður leiksins: Magnús Björgvinsson, Grindavík
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 173

Byrjunarlið Grindavíkur 4-4-2:
Óskar Pétursson
Alexander Magnússon - Ólafur Örn Bjarnason - Orri Freyr Hjaltalín - Bogi Rafn Einarsson
Scott Ramsay - Jóhann Helgason, Jamie McCunnie - Matthías Örn Friðriksson
Robbie Winters - Magnús Björgvinsson

Skiptingar:
Michael Pospisil í stað Robbie Winters ('29)
Ray Anthony Jónsson fyrir Scott Ramsay ('64)
Óli Baldur Bjarnason fyrir Matthías Örn Friðriksson ('83)

Ónotaðir varamenn: Páll Guðmundsson, Jack Giddens (m), Guðmundur Andri Bjarnason,Guðmundur Egill Bergsteinsson.

Byrjunlið HK 4-3-3:
Ögmundur Ólafsson
Orri S. Ómarsson - Ásgrímur Albertsson - Hervé Aka'a - Ívar Örn Jónsson
Hafsteinn Briem - Bjarki Már Sigvaldason
Hólmbert Aron Friðjónsson
Eyþór Helgi Birgisson - Fannar Freyr Gíslason - Leifur Andri Leifsson

Skipting:
Davíð Magnússon fyrir Bjarka Má Sigvaldason ('41)
Birgir Magnússon fyrir Eyþór Helga Birgisson ('72)
Ólafur Örn Eyjólfsson fyrir Fannar Frey Gíslason ('85)

Ónotaðir varamenn: Gunnar Geir Gunnlaugsson (m), Birgir Ólafur Helgason, Samúel Arnar Kjartansson, Bjarni Þór Stefánsson.
96. mín: Leiknum er lokið með 2-1 sigri Grindavíkur sem er þar með komið í 8 liða úrslitin. Nánar verður fjallað um leikinn og viðtöl hér á Fótbolta.net síðar í dag.

96.mín: Magnús lék upp allan völlinn vinstra megin og gat skotið en ákvað að gefa Tékkanum Posipils markið en þá varði Ögmundur aftur frá honum í horn.

94. mín: HK átti hornspyrnu og Ögmundur markvörður þeirra var kominn yfir miðjan völlinn. Grindvíkingar náðu boltanum strax og Ólafur Örn þjálfari þeirra þrumaði fram á Magnús Björgvinsson sem lék upp og spyrni úr miðjuhringnum en framhjá. Skömmu síðar varði Ögmundur frábærlega frá Posipils.

88. mín: Dauðafæri
Varamaðurinn Ólafur Örn sem var að koma inná komst í dauðafæri, Orri Sigurður sendi fyirr markið þar sem Ólafur Örn þurfti bara að setja boltann yfir línuna en hitti ekki boltann.

85. mín: Skipting
Ólafur Örn Eyjólfsson kemur inná fyrir Fannar Frey Gíslason hjá HK.

83.mín: Skipting
Óli Baldur Bjarnason kemur inná hjá Grindavík í stað Matthíasar Friðrikssonar.

81. mín: Birgir Magnússon vararmaður í liði HK komst í gott, en þröngt færi sem Óskar Pétursson varði í horn.

79. mín: Engu munaði að Magnús hafi skorað þriðja mark sitt. Posipils var þá við endamörkin og sendi fyrir mörkin á Magnús sem var að setja boltann yfir marklínuna af stuttu færi en Ögmundur rétt náði að bjarga.

Twitter - Ómar Ingi:
Bogi Rafn gæti átt von á hnefa-samloku frá mér ef að litlir brósi slapp ekki ómeiddur eftir #2footerinn #HK #fotbolti #siguríseinnihálfleik

74. mín: Áhorfendur á Grindavíkurvelli í kvöld eru aðeins 173.

72. mín: Skipting.
Bigir Magnússon kemur inná í stað Eyþór Helga Birgissonar hjá HK

69. mín: HK menn að gera sig líklega, Hafsteinn Briem sendi góðan bolta upp hægri kantinn á Eyþór Helga sem sendi fyrir markið þar sem Leifur Andri og Hólmbert komu aðvífandi og ætluðu báðir í skotið, Leifur náði boltanum á undan félaga sínum en ekkert varð úr þessu.

66. mín: Fannar Freyr Gíslason átti slakan skalla að marki Grindavíkur úr góðu færi eftir fyrirgjöf Eyþórs Helga Birgissonar beint í hendurnar á Óskari Péturssonar markverði Grindavíkur.

64. mín: Skipting
Ray Anthony Jónsson kemur inn í lið Grindavíkur í stað Scott Ramsay.

59. mín
Það er nákvæmlega ekkert að gerast í seinni hálfleiknum. Vonandi fer þetta að glæðast.

47: Gult spjald
Eyþór Helgi Birgisson fær áminningu fyrir brot á Alexander Magnússyni á miðjum vallarhelmingi HK, út við hliðarlínu.

20:18: Leikurinn er hafinn að nýju.

20:04: Pétur Guðmundsson dómari leiksins hefur flautað til leikhlés.

45 mín: Rautt spjald
Bogi Rafn Einarsson fær að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tveggja fóta tæklingu á Orra Ómarssyni.

41. mín: Skipting
Davíð Magnússon kemur inná í stað Bjarka Sigvaldasonar.

40. mín: Bjarki Már Sigvaldason er borinn af velli, meiddur.

Twitter - Ómar Ingi
Ekki hraðar breytingar hjá mínum mönnum í #HK 2-0 undir eftir 20 mínútur #fotbolti #sameoldstory

32. mín: MARK!
Hafsteinn Briem minnkar muninn fyrir HK. Hann tók þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem fór í varnarmann og í gegnum klofið á Óskari Péturssyni markverði Grindavíkur og inn.


29. mín: Skipting
Tékkinn Michal Pospisil kemur inná í lið Grindavíkur í stað Robbie Winters sem haltraði af velli.

26. mín Nú má sjá hvernig þjálfarar liðanna stilla liðunum upp í liðsstillingunum hérna neðst í fréttinni.

19. mín: MARK
Magnús Björgvinsson bætir við öðru marki fyrir Grindavík. Í þetta sinn tók Scott Ramsay aukaspyrnu við vítateigslínu nærri endalínu, beint á kollinn á Magnúsi sem skallaði í markið.


14. mín: MARK
Magnús Björgvinsson slapp einn inn fyrir vörn HK og fór framhjá Ögmundi markverði HK og setti boltann úr þröngu færi í markið.


13. mín: Mattías Örn Friðriksson skallaði boltann rétt yfir mark HK.

7. mín: Leikurinn fer rólega af stað, bæði lið hafa fengið hálffæri, fyrst fékk Hólmbert Friðjónsson háan bolta inn í teiginn en missti hann framhjá markinu og svo skallaði Robbie Winters framherji Grindavíkur framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri.

19:15: Leikurinn er hafinn.

19:12: Ragnar Gíslason stýrir liði HK í fyrsta sinn, hann tók við þjálfun liðsins í gær eftir að Tómas Ingi Tómasson var rekinn. Liðið er í botnsæti 1. deildarinnar með eitt stig úr sjö umferðum.

19:10: Fimm mínútur í leik og leikskýrslan er klár. Hér að neðan má sjá byrjunarlið beggja liða og varamannabekkina.

Byrjunarlið Grindavíkur 4-4-2:
Óskar Pétursson
Alexander Magnússon - Ólafur Örn Bjarnason - Orri Freyr Hjaltalín - Bogi Rafn Einarsson
Scott Ramsay - Jóhann Helgason, Jamie McCunnie - Matthías Örn Friðriksson
Robbie Winters - Magnús Björgvinsson

Skiptingar:
Michael Pospisil í stað Robbie Winters ('29)
Ray Anthony Jónsson fyrir Scott Ramsay ('64)
Óli Baldur Bjarnason fyrir Matthías Örn Friðriksson ('83)

Ónotaðir varamenn: Páll Guðmundsson, Jack Giddens (m), Guðmundur Andri Bjarnason,Guðmundur Egill Bergsteinsson.

Byrjunlið HK 4-3-3:
Ögmundur Ólafsson
Orri S. Ómarsson - Ásgrímur Albertsson - Hervé Aka'a - Ívar Örn Jónsson
Hafsteinn Briem - Bjarki Már Sigvaldason
Hólmbert Aron Friðjónsson
Eyþór Helgi Birgisson - Fannar Freyr Gíslason - Leifur Andri Leifsson

Skipting:
Davíð Magnússon fyrir Bjarka Má Sigvaldason ('41)
Birgir Magnússon fyrir Eyþór Helga Birgisson ('72)
Ólafur Örn Eyjólfsson fyrir Fannar Frey Gíslason ('85)

Ónotaðir varamenn: Gunnar Geir Gunnlaugsson (m), Birgir Ólafur Helgason, Samúel Arnar Kjartansson, Bjarni Þór Stefánsson.
banner
banner