Magnús Björgvinsson framherji Grindavíkur var að vonum sáttur með 2-1 sigur liðsins gegn HK sem gerði þeim kleift að komast í 8-liða úrslit Valitor bikarsins.
,,Það var virkilega gott að ná sigri í dag. Við vorum bara ákveðnir í byrjun og ætluðum okkur að klára þetta í dag," sagði Magnús við Fótbolta.net eftir leikinn.
Magnús skoraði bæði mörk Grindvíkinga en hefði viljað ná þrennunni.
,,Það er alltaf gaman að skora en ég fékk síðan tvö dauðafæri þarna í lokin og hefði átt að ná þrennunni. Ég sé eftir því að hafa gefið boltann þarna og tekið ekki þessa þrennu," bætti hann við.
,,Þetta var fínn leikur hjá okkur öllum og við börðumst alveg fyrir þessu. Ég er virkilega sáttur með þetta. Það er alltaf leiðinlegt að missa mann út af, sérstaklega í fyrri hálfleik, en menn verða bara að berjast áfram og reyna að klára þetta."
Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.