De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 23. júní 2011 06:00
Elvar Geir Magnússon
Lánsmennirnir fjórir orðnir leikmenn Juventus
Juventus hefur staðfest að þeir Alessandro Matri, Fabio Quagliarella, Simone Pepe og Marco Motta séu allir komnir í eigu félagsins. Leikmennirnir voru á lánssamningi hjá Juve á nýafstöðnu tímabili.

Juve olli vonbrigðum á tímabilinu og náði ekki Evrópusæti.

Matri er dýrastur af fjórmenningunum. Hann kemur frá Cagliari en hann fann sig vel í búningi Juventus eftir að hafa komið á lánssamningi í janúar og vann hann sér meðal annars sæti í ítalska landsliðinu.

Quagliarella kemur frá Napoli en miðjumaðurinn Pepe og hægri bakvörðurinn Motta frá Udinese.
banner