De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 23. júní 2011 13:06
Hörður Snævar Jónsson
Heimild: Heimasíða Manchester United 
Ashley Young til Manchester United (Staðfest)
Manchester United hefur gengið frá kaupunum á Ashley Young frá Aston Villa.

Young gekkst undir læknisskoðun í Manchester í gær og skrifaði undir fimm ára samning.

Young átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Villa og vildi ekki framlengja hann.

Hann er annar leikmaðurinn sem United fær í sumar en Phil Jones kom frá Blackburn.

Búast má við að Sir Alex Ferguson nái að krækja í fleiri leikmenn og munu kaup hans á David de Gea klárast á næstu vikum.
banner
banner
banner