Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, fékk á sig þrjú mörk í kvöld þegar KR-ingar voru í heimsókn. Hann segir að Grindvíkingar hafi búist við sigri.
,,Stigin ætla ekki að tikka inn fyrir okkur þessa dagannna. Við spilum fyrri hálfleikinn, bara mjög vel varnalega og áttum færi fram á við. Við fáum á okkur tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og þá þurfum við að sækja," sagði Óskar við Fótbolta.net.
,,Það er alltaf vandamál ef við skorum ekki mörk. Við vitum að við eigum markaskorara í þessu liði."
Aðspurður hvort tapið hafi verið óþarflega stórt svaraði Óskar: ,,Já, ef við ætlum að tala um tap var þetta tveimur mörkum of stórt. Við bjuggumst við að vinna," sagði Óskar.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.