Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2011 23:14
Magnús Valur Böðvarsson
3. deild: Úrslit og markaskorarar
Augnablik og Víðir með stórsigra, Berserkir unnu Álftanes
Arnar Þórarinsson skoraði tvö mörk fyrir Berserki
Arnar Þórarinsson skoraði tvö mörk fyrir Berserki
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
KB og Augnablik í harðri baráttu í A riðli en Augnablik burstaði andstæðinga sína
KB og Augnablik í harðri baráttu í A riðli en Augnablik burstaði andstæðinga sína
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ísbjörninn náði í sitt fyrsta stig
Ísbjörninn náði í sitt fyrsta stig
Mynd: Ísbjörninn
Sjö leikir fóru fram í þriðju deild karla í kvöld. Í A riðli unnu Augnablik og Víðismenn stórsigra á andstæðingum sínum. Í B riðli gerðu KFR og Ýmir jafntefli á meðan Ægismenn sigruðu Hvíta Riddarann. Í C riðli tapaði Álftanes sínum fyrsta leik gegn Berserkjum á meðan Grundarfjörður vann Skallagrím úti og Afríka og Ísbjörnin náðu í sín fyrstu stig þegar þau gerðu jafntefli

A riðill
Það virðist ætla að vera hörð barátta um efstu tvö sætin í B riðli. KB sem vann sinn leik í gær Augnablik og Víðir virðast vera stinga af og munu væntanlega berjast um efstu tvö sætin. Þau tvö síðast nefndu burstuðu andstæðinga sína á útivelli í kvöld

Stálúlfur 0 - 13 Augnablik
Mörk Augnabliks: Sigurður Sæberg Þorsteinsson 4, Sigurjón Jónsson 3, Elvar Freyr Arnþórsson 2, Andri Dagur Símonarson, Hörður Snævar Jónsson, Albert Þór Guðmundsson, Esra Þór Árnason.

Markaregn 0 - 7 Víðir
0-1 Magnús Ólafsson
0-2 Einar Daníelsson
0-3 Eiríkur Viljar Kúld
0-4 Eiríkur Viljar Kúld
0-5 Eiríkur Viljar Kúld
0-6 Hafsteinn Ingvar Rúnarsson
0-7 Einar Daníelsson

B - riðill
Það er allt galopið í B riðlinum og virðast flest stig vera reita stig af hvort öðru ef Hvíti Riddarinn er undanskilin. Þeir hafa þó sýnt miklar framfarir og aðeins tapað seinustu þrem leikjum sínum með einu marki.

Leikur KFR og Ýmis var jafn og skemmtilegur og jöfnuðu Ýmis menn seint í leiknum með marki beint úr hornspyrnu. Þá unnu Ægismenn nauman sigur gegn ungu liði Hvíta Riddarans sem virðist vera við það að fara krækja í sínu fyrstu stig.

KFR 2 - 2 Ýmir
1-0 Andrezej Jakimczvk
1-1 Guðmundur Atli Steinþórsson
2-1 Bjarki Axelsson
2-2 Snorri Páll Þórðarson

Hvíti Riddarinn 1 - 2 Ægir

C - riðill
Berserkir hleyptu skemmtilega spennu í C riðilinn og hindruðu að Álftnesingar mundu stinga af. Gestirnir sigruðu 4-2 í hörku leik þar sem Álftanes brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 2-3 og 5 mínútur eftir. Þá voru bæði lið afar ósátt við dómara leiksins sem virtist flauta mjög tilviljunarkenndar aukaspyrnur og bæði lið afar ósátt við líklega 90% af öllum dómum leiksins, sem þó hallaði á bæði lið.

Grundfirðingar unnu góðann útisigur á Skallagrím og eru áfram í öðru sæti riðilsins og virðist ætla að vera mikil spenna milli fjögurra liða í þeim riðli. Þá gerðu tvö slökustu lið riðilsins Ísbjörninn og Afríka 2-2 jafntefli og náðu í sín fyrstu stig á þessu tímabili.

Álftanes 2 - 4 Berserkir
1-0 Ingólfur Örn Ingólfsson
1-1 Kári Einarsson
1-2 Arnar Þórarinsson
2-2 Magnús Ársælsson
2-3 Kári Einarsson
2-4 Arnar Þórarinsson

Skallagrímur 1 - 3 Grundarfjörður
Mörk Grundafjarðar: Steinar Már Ragnarsson, Aron Baldursson, Heimir Þór Ásgeirsson
Mark Skallagríms: Dawid Mikolaj Dabrowski (Víti)

Afríka 2 - 2 Ísbjörninn
Mörk Afríku: Baba Bangoura 2
Mörk Ísbjarnarins: Aron Elfar Jónsson og Ísak Guðmannsson Levy
banner
banner
banner