Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. júlí 2011 20:43
Magnús Valur Böðvarsson
3. deild: Þrjú rauð á Berserki
Andri Tómas Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið ásamt tveim öðrum Berserkjum
Andri Tómas Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið ásamt tveim öðrum Berserkjum
Mynd: Gunnlaugur Júlíusson
Óli Stefán er að gera góða hluti með lið Sindra
Óli Stefán er að gera góða hluti með lið Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Tveir leikir fóru fram í þriðju deild karla í dag og voru tveir toppslagir í gangi. Í C-riðli unnu Grundfirðingar 3-2 sigur á Berserkjum en Sindramenn nánast tryggðu sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri á Magna 3-1.

C-riðill

Grundarfjörður 3 - 2 Berserkir
0-1 Gunnar Steinn Ásgeirsson (18')
0-2 Jón Steinar Ágústsson (43')
1-2 Aron Baldursson (60')
2-2 Aron Baldursson (78')
3-2 Aron Baldursson (90')
Rauð spjöld
Róbert Óli Skúlason 57' Berserkir, Einar Guðnason 63' Berserkir Andri Tómas Gunnarsson 67' Berserkir

Seinasti leikur áttundu umferðar fór fram í C-riðli þegar Grundfirðingar tóku ´móti Berserkjum en liðin eru bæði í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppninni. Berserkir höfðu tögl og haldir í fyrri hálfleik og skoruðu tvö mörk gegn engu. Þá vildu þeir fá rautt spjald á Hermann Geir Þórsson þegar hann braut á sóknarmanni Berserkja sem var að sleppa í gegn en dómarinn dæmdi hins vegar ekkert.

Berserkir vildu aftur fá rautt spjald á Grundfirðing í byrjun seinni hálfleiks en var refsað af dómara leiksins og misstu mann útaf og voru mjög óánægðir með það. Grundfirðingar náðu að minnka muninn áður en tveir aðrir Berserkir fengu að fjúka af velli. Þeir vildu meina að það hafi verið klárlega rangur dómur.

Þremur færri áttu Berserkir undir högg að sækja og náðu Grundfirðingar að nýta sér það í nyt og náðu að skora tvö mörk, það seinna í uppbótartíma og náðu að innbyrgja gríðarlega mikilvægan sigur.

D - riðill
Sindramenn komust í verulega góð mál í D -riðlinum eftir góðan útisigur á Magnamönnum. Með sigrinum náði Sindri 7 stiga forystu á Magna sem er í öðru sæti. Magni þarf því líklega að berjast við Einherja og Leikni F. um annað sæti og því má búast við hörkubaráttu.

Magni 1 - 3 Sindri
Markaskorarar sendist á [email protected]

banner
banner
banner