Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. júlí 2011 19:35
Elvar Geir Magnússon
Rio Ferdinand vill fá stjörnuleik í enska boltann
Rio Ferdinand fékk hugmynd þegar hann horfði á hafnabolta.
Rio Ferdinand fékk hugmynd þegar hann horfði á hafnabolta.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, vill að hinn árlegi leikur um Samfélagsskjöldinn verði lagður niður og í staðinn verði byrjað með stjörnuleik þar sem helstu stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar etja kappi.

Í leiknum um Samfélagsskjöldinn keppa Englandsmeistararnir við bikarmeistarana en leikurinn markar upphaf keppnistímabilsins. Manchester United og Manchester City eigast við þetta árið en um leið er peningum safnað til góðs málefnis.

Ferdinand fékk hugmynd að stjörnuleik eftir að hafa horft á hafnaboltaleik í Bandaríkjaferð Manchester United en í leiknum mættust skærustu stjörnur hafnaboltadeildarinnar voru að leika.

„Ég sá þennan leik í sjónvarpinu og þetta var gæðaefni. Við þurfum að fá svona í enska boltann, ég vil fá þetta í umræðuna. Jafnvel að skipta út leiknum um Samfélagsskjöldinn og fá í staðinn stjörnuleik?" segir Ferdinand.
banner
banner