Grindavík 2 - 0 ÍBV
1-0 Jamie McCunnie ('34, víti)
Rautt spjald: Albert Sævarsson, ÍBV ('32)
2-0 Scott Ramsay ('88)
1-0 Jamie McCunnie ('34, víti)
Rautt spjald: Albert Sævarsson, ÍBV ('32)
2-0 Scott Ramsay ('88)
Það var blíðskapar veður þegar að Grindavík tóku á móti ÍBV í dag. Heimamenn voru sprækari í byrjun og áttu fyrsta færið. Robbie Winters átti góða fyrirgjöf og Óli Baldur Bjarnason skallaði boltann en Albert Sævarsson var vel á tánum og varði vel í markinu.
Eyjamenn fengu fyrsta almennilega færið þegar að Matt Garner gaf á Tryggva Guðmunds inní teig og Tryggva átti viðstöðulausa sendingu beint á Matt Garner og var hann sloppinn í gegn Óskar Pétursson hljóp útúr markinu, Matt Garner teygði sig í boltann og reyndi að koma honum i markið en Óskar varði vel.
Á 32 mínútu var Magnús Björgvinsson sloppinn í gegn en var ekki kominn með vald á boltanum og hljóp Albert Sævarsson útúr markinu og reyndi að kýla boltann út en Magnús og Albert lentu í samstuði og var Gunnar Jarl dómari leiksins var ekki í neinum vafa og benti á vítapúnktinn og fór svo til Alberts og sendi hann í sturtu. Jamie McCunnie stillti sér upp fyrir vítið og skoraði örugglega í markið þar sem að Abel Dhaira fór í vitlaust horn. Ian Jeffs var tekinn út fyrir Abel sem kom í markið eftir að Albert hafði fengið rautt. Lítið markvert gerðist eftir þetta mark í fyrri hálfleik.
Í þeim síðari áttu Grindavík fyrsta færið þegar að Óli Baldur Bjarnason slapp einn í gegnum vörn eyjamanna og var kominn hægra meginn inní teiginn og skaut boltanum yfir markið. Eyjamenn sóttu mun stífar á heimamenn í síðari hálfleik. Tommy Mawejje átti hörkuskot á mark heimamanna en Óskar Pétursson varði vel í markinu. Tommy var aftur á ferðinni rétt fyrir utan teig hægra meginn og átti skot á markið boltinn var kominn framhjá Óskari í markinu en Jamie McCunnie bjargaði á línu með skalla.
Tvöföld skipting var hjá Grindavík og eftir það fóru sóknarmenn heimamanna að notfæra sér að vera einum fleiri og opnuðu vörn Eyjamanna töluvert og áttu fullt af færum sem að þeir náðu ekki að nýta nema einu sinni og það var reynslu boltinn Scott Ramsay sem að náði að skora annað mark heimamanna.
Scotty fékk boltann á vinstri kantinum og óð með boltinn að markteigs horninu og tók einn á og var kominn á vinstri löppina og skaut svo með fallegum boga í vinstra hornið á markinu. Abel átti ekki möguleika að verjann.
Stuttu síðar flautaði Gunnar Jarl dómari leikinn af og Grindvíkingar komnir með 11 stig og eru í 9 sæti en Eyjamenn eru enn í því 3 með 19 stig.
Scott Ramsay hressti heldur beldur uppá sóknarleik heimamanna þegar hann kom inná og var Óli Baldur Bjarnason virkilega duglegur í þessum leik hann hljóp eins og vindurinn í 90 mínútur.
Þessi leikur var virkilega erfiður fyrir Eyjamenn þar sem að þeir léku nánast allann leikinn einum manni færri. Tryggvi (TG9) og Tommy Mawejje reyndu hvað þeir gátu að reyna koma boltanum í markið en lítið gékk upp einum færri.
Áhorfendur: 1003
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Óli Baldur Bjarnason, Scott Ramsay
90mín Jóhann Helgason með hörkuskot eftir sendingu frá Scott Ramsay en boltinn fór rétt yfir. Og svo var flautað til leiksloka. Þakka lesninguna umfjöllunn og viðtöl koma síðar í kvöld takk fyrir í dag.
90mín Síðasta skipting hjá heimamönnum Robert Winters fer út og Guðmundur Andri Bjarnason kemur inn.
88mín MARKKK!! Scott Ramsay var að skora eftir að hafa tekið einn á í teignum og lagði hann svo fallega í vinstra hornið framhjá Abel í markinu. Glæsilegt mark hjá Scotty
87mín Eyjamenn reyna hvað þeir geta til þess að skora en er virkilega erfitt þar sem þeir eru einum færri.
79mín Það er vel mætt á völlinn og er farið að heyrast vel í stuðningsmönnum Grindavíkur.
76mín Yacine Salem var kominn einn í gegn eftir sendingu frá Scott Ramsay en boltinn fór rétt framhjá. Þessi tvöfalda skipting er greinilega að skila sér þar sem að heimamenn eru mun skeyttari fram á við.
74mín Scott Ramsay átti fyrirgjöf inní teig þar sem að Abel Dhaira var einn og ætlaði að grípa boltann en Abel mislas boltann og fór boltinn rétt framhjá markinu.
72mín Tvöföld skipting hjá Grindavík Paul McShane og Magnús Björgvinsson fara út. Scott Ramsay og Yacine Si Salem koma inn.
70mín ÍBV var að gera sína síðustu skiptingu Matt Garner fór út og Guðmundur Þórarinsson kom inn.
68mín Jamie McCunnie var að bjarga á línu efir skot frá Tommy Mawejje.
67mín Óli Baldur Bjarnason átti flotta sendingu frá vinstri kanti yfir á hægri kant þar sem að Magnús Björgvinsson átti að gera miklu betur og skaut hátt hátt yfir markið.
62mín Jóhann Helgason átti skot hátt yfir markið sem hann reyndi með hægri fæti sem að er hans veikari löpp.
55mín Tommy Mawejje átti fínt skot sema ð Óskar Pétursson þurfti að hafa sig allann við og skutla sér og verja boltann.
53mín Óli Baldur Bjarnason var sloppinn einn í gegn og átti lélegt skot þar sem að boltinn fór yfir markið. Óli Baldur átti að gera miklu betur. ÍBV gera skiptingu Denis Sytnik kemur inn og Finnur Ólafsson fer út.
51mín Tryggvi Guðmundsson reynslu bolti tók á 2 leikmenn Grindavíkur og gaf svo fyrir þar sem að Bogi Rafn Einarsson náði að hreinsa áður en að Tommy Mawejje kom eins og skugginn á eftir honum.
48mín Magnús Björgvinsson átti fyrirgjöf frá hægri kanti þar sem að Óli Baldur Bjarnason var einn og átti fínt skot en fór beint á Abel í markinu.
46mín Og síðari hálfleikur er hafinn.
45mín Þórarinn Ingi Valdimarsson var með hörkuskot en boltinn fór yfir markið. Stuttu síðar var flautað til hálfleiks. Þar sem að lítið af færum litu dagsins ljós en eitt mark og eitt rautt spjald sem er hugsanlega of strangur dómur en maður sér það ekki betur nema að vera með myndband af því.
32mín MARKKKKK! Víti sem að heimamenn fá eftir að Albert Sævarsson hljóp útúr markinu og lenti á Magnúsi Björgvinssyni og Albert fékk rautt spjald sem að var ekki kátur með. Jamie McCunnie stillti sér á púnktinn og skoraði örugglega á móti Abel Dhaira.
31mín Ian Jeffs átti fínan skalla en beint á Óskar í markinu.
28mín Robbie Winters átti skot rétt fyrir utan teig en boltinn fór hátt yfir markið.
23mín Matt Garner var sloppinn í gegn eftir flotta sendingu frá Tryggva Guðmundssyni en Óskar Pétursson náði að verja í horn sem ekkert varð úr.
18mín Liðin eru ekki að fá nein almennileg færi ein og er en stuðningsmaður ÍBV kom fyrir framan stuðningsmanna Grindavíkur og öskraði í gjallhornið sitt að það heyrðist ekkert í þeim. Mjög svo skondið atvik.
14mín Ian Jeffs átt gott hlaup og skot á mark en boltinn fór rétt framhjá.
8mín Heimamenn byrja mun betur og eru að halda boltanum vel á milli sín. Paul McShane átti skalla á markið en boltinn var of laus og ekkert varð úr því færi.
3mín Strax komið færi. Robbie Winters fékk boltann á vinstri kantinum og gaf hann fyrir þar sem að Óli Baldur Bjarnason skallaði boltann en Albert Sævarsson varði gríðarlega vel í markinu.
1mínLeikurinn er hafinn og voru að eyjamenn sem að tóku miðjuna.
16:55 Byrjunarliðin eru kominn og við skulum renna yfir þau.
Grindavík: Óskar Pétursson(M) Jamie McCunnie, Paul McShane, Bogi Rafn Einarsson, Jóhann Helgason, Matthías Örn Friðriksson, Orri Freyr Hjaltalín (F) Ólafur Örn Bjarnason, Magnús Björgvinsson, Óli Baldur Bjarnason, Robert Winters.
ÍBV: Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson (F) Albert Sævarsson, Tryggvi Guðmundsson, Tommy Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs,
16:50 Komið þið marg blessuð og sæl og verið velkominn á beina textalýsingu hér í Grindavík þar sem að heimamenn taka á móti Eyjamönnum.