Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   sun 17. júlí 2011 20:59
Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson: Stórskrítnar þessar reglur
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var erfitt og mikil barátta. Svo skiptir máli þetta atvik þegar Albert fær rautt og gerir þetta enn erfiðara," sagði Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV eftir 2-0 tap gegn Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld.

,,Ég er nokkuð sáttur við okkar leik en við nýtum ekki okkar yfirburði og okkar færi áður en atvikið á sér stað og eftir það finnst mér við skeinuhættari. Mér fannst við eiga fullt af fínum færum þó þeir ættu auðvitað sín líka. Svo virkaði þetta svolítið sprungið í lokin og Scotti bætti við flottu marki."

Albert Sævarsson markvörður ÍBV fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot snemma leiks. Hvað fannst Tryggva um það?

,,Ef þetta er brot þá er þetta víst rautt samkvæmt reglunum, stórskrítnar þessar reglur, þessi double sekt sem við fáum, víti og rautt og einum færri það sem eftir er af leiknum. Þetta virkaði voðalega saklaust, frekar eins og samstuð. En dómarinn var nær þessu en ég, ég var uppi á topp. En ef þetta var brot þá var þetta bara rautt."

Nánar er rætt við Tryggva í sjónvarpinu að ofan.
banner