Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 17. júlí 2011 20:59
Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson: Stórskrítnar þessar reglur
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var erfitt og mikil barátta. Svo skiptir máli þetta atvik þegar Albert fær rautt og gerir þetta enn erfiðara," sagði Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV eftir 2-0 tap gegn Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld.

,,Ég er nokkuð sáttur við okkar leik en við nýtum ekki okkar yfirburði og okkar færi áður en atvikið á sér stað og eftir það finnst mér við skeinuhættari. Mér fannst við eiga fullt af fínum færum þó þeir ættu auðvitað sín líka. Svo virkaði þetta svolítið sprungið í lokin og Scotti bætti við flottu marki."

Albert Sævarsson markvörður ÍBV fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot snemma leiks. Hvað fannst Tryggva um það?

,,Ef þetta er brot þá er þetta víst rautt samkvæmt reglunum, stórskrítnar þessar reglur, þessi double sekt sem við fáum, víti og rautt og einum færri það sem eftir er af leiknum. Þetta virkaði voðalega saklaust, frekar eins og samstuð. En dómarinn var nær þessu en ég, ég var uppi á topp. En ef þetta var brot þá var þetta bara rautt."

Nánar er rætt við Tryggva í sjónvarpinu að ofan.
banner
banner