Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 25. júlí 2011 18:14
Magnús Már Einarsson
Skoskur miðjumaður til KA (Staðfest)
Mynd: KA
KA hefur fengið liðsstyrk en skoski miðjumaðurinn Brian Gilmour mun leika með liðinu út tímabilið.

Gilmour er fæddur árið 1987 en hann lék með unglingaliði Rangers á sínum tíma.

Gilmour var síðast á mála hjá Stenhousemuir í heimlandinu en hann hefur einnig leikið með Queen of the South, Clyde, Lincoln City sem og Haka í Finnlandi.

,,Mér líst mjög vel á þennan leikmann og það sem við höfum séð af honum á hann eftir að styrkja liðið okkar mikið," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA í samtali við Fótbolta.net í dag.

Gilmour er kominn með leikheimild með KA og hann getur leikið með liðinu í mikilvægum leik gegn HK annað kvöld.

KA er sem stendur í tíunda sæti í fyrstu deildinni en félagið ætlar ekki að semja við kantmanninn Theo Furness sem var á reynslu í síðustu viku.
banner
banner
banner
banner