Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. ágúst 2011 14:56
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Joey Barton rekinn frá Newcastle
Joey Barton er hættur hjá Newcastle.
Joey Barton er hættur hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle United hefur tekið ákvörðun um að láta Joey Barton fara frá félaginu þegar eitt ár er eftir af samningi hans en hann fær að fara frítt.

Barton sem 28 ára gamall átti sem fyrr sagði eitt ár eftir af samningi sínum en hefur ekki náð samkomulagi um áframhald.

Hann hefur verið ósáttur við félagaskiptamál hjá félaginu og gagnrýnt hvernig að þeim er staðið á samskiptavefnum Twitter.

Núna hefur Newcastle ákveðið að láta hann fara frá félaginu og vill ekki einu sinni fá fyrir hann greiðslu.

,,Newcastle getur staðfest að Jeoy Barton var settur á sölulista í dag," sagði í yfirlýsingu félagsins í dag.

,,Leikmanninum hefur verið sagt að hann megi fara frítt frá félaginu."

Barton ætlar að senda frá sér yfirlýsingu um framtíð sína innan skamms en hann kom til félagsins frá Manchester City árið 2007 og hefur síðan spilað 79 leiki.
banner
banner
banner