Valur 1 - 1 Grindavík
0-1 Magnús Björgvinsson ('41)
1-1 Matthías Guðmundsson ('52)
0-1 Magnús Björgvinsson ('41)
1-1 Matthías Guðmundsson ('52)
Valsarar og Grindavík mættust á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn í harðri toppbaráttu á meðan Grindvíkingar í baráttu hinum endanum í töflunni.
Fyrri hálfleikurinn á Vodafone-vellinum var næstum því algjörlega eign Valsmanna, fyrir utan það að Grindvíkingar skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins. Það kom fjórum mínútum fyrir hálfleik. Alexander Magnússon átti þá sendingu frá vinstri inn í teiginn þar sem Magnús Björgvinsson skallaði boltann að markinu og í netið fór boltinn.
Fyrstu 40 mínútururnar í leiknum stjórnuðu hinsvegar Valsmenn gangi leiksins, áttu þó fá færi og hélt vörn Grindvíkinga vel. Hættulegasta færi Vals í fyrri hálfleik var líklega skallatilraun Christian Mouritsen sem fór rétt yfir markslá Grindvíkinga. Valsmenn náðu oft á tíðum góðu spili sín á milli en sama er ekki hægt að segja um Grindvíkingana, sem áttu erfitt með að temja boltann sín á milli og voru meira í því að hreinsa löngum boltum upp völlinn.
En það sem þarf í fótbolta er að skora mörk og það var það sem Grindvíkingar gerðu í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn spilaðist nákvæmlega eins og sá fyrri fyrir utan það að eftir 7 mínútna leik í seinni hálfleik hafði Matthías Guðmundsson jafnað metin fyrir Valsmenn, eftir frábæran undirbúning frá Guðjóni Pétri Lýðssyni.
Eftir að Valsmenn höfðu jafnað metin voru þeir langt frá því að vera hættir, þeir héldu áfram að sækja að marki Grindvíkinga á meðan eina sem Grindvíkingar gerðu voru að skipta inn og út leikmönnum af varamannabekknum. Fyrirliði Grindvíkinga, Orri Freyr Hjaltalín kom inn á eftir hálftíma líka og tíu mínútum síðar kom Bogi Rafn Einarsson inná. Á 81.mínútu kom síðan Haukur Ingi Guðnason inn á í liði Grindvíkinga fyrir Robert Winters, og Haukur Ingi þar með loksins kominn aftur í íslenska boltann eftir langvarandi meiðsli.
Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna kláraði síðan sínar skiptingar einnig, Andri Fannar Stefánsson kom inn á, á 81.mínútu fyrir Guðjón Pétur. Hörður Sveinsson kom síðan inn á fyrir Matthías Guðmundsson og Brynjar Kristmundsson kom inn á, í stað Ingólfs Sigurðssonar.
Loka mínúturnar voru fjörlegar og líklega opnuðust fleiri opin færi á loka mínútunum heldur en allan leikinn. Nokkrar skalla tilraunir Valsmanna, frá Rúnari Má og Arnari Sveini rötuðu að marki Grindavíkinga, í tvígang varði Óskar Pétursson glæsilega og í eitt skiptið small boltinn í stöngina og þaðan aftur fyrir markið.
Jafntefli á Hlíðarenda staðreynd. Tvö töpuð stig fyrir Val í toppbaráttunni á meðan Grindvíkingar fengu í kvöld eitt stig í sarpinn í botnbaráttunni sem telur líklega jafn mikið og sigur í toppbaráttunni, þó það hljómi nú undarlega.
Byrjunarlið Vals:
Haraldur Björnsson (m),
Jónas Tór Næs - Halldór Kristinn Halldórsson - Atli Sveinn Þórarinsson (f) - Pól Jóhannus Justinuessen
Rúnar Már Sigurjónsson - Guðjón Pétur Lýðsson
Arnar Sveinn Geirsson - Christian Mouritsen - Ingólfur Sigurðsson.
Matthías Guðmundsson
Skiptingar:
Andri Fannar Stefánsson fyrir Guðjón Pétur Lýðsson ('81)
Brynjar Kristmundsson fyrir Ingólf Sigurðsson ('86)
Hörður Sveinsson fyrir Matthías Guðmundsson ('86)
Byrjunarlið Grindavíkur:
Óskar Pétursson (m)(f),
Matthías Örn Friðriksson - Ólafur Örn Bjarnson - Jamie McCunnie - Alexander Magnússon
Jóhann Helgason - Derek Young
Magnús Björgvinsson - Scott Ramsey - Óli Baldur Bjarnason
Robert Winters
Skiptingar:
Orri Freyr Hjaltalín inn fyrir Scott Ramsey ('61)
Bogi Rafn Einarsson inn fyrir Alexander Magnússon ('71)
Haukur Ingi Guðnason fyrir Robert Winters ('81)
Áhorfendur: 885
Dómari: Örvar Sær Gíslason, Sjö-a.
Aðstæður: Völlurinn í topp standi, enginn vindur, kom grenjandi rigning í seinni hálfleik.
Maður leiksins: Matthías Guðmundsson. Lifnaði vel yfir honum í seinni hálfleik og átti nokkrar góður rispur.
Leik lokið.
96.mín: Rúnar Már með skalla sem Óskar varði yfir.
94.mín: Arnar Sveinn með skalla að marki Grindvíkinga sem Óskar Pétursson varði glæsilega í horn.
92.mín: Rúnar Már Sigurjónsson með skalla í stöng eftir hornspyrnu, boltinn fór síðan í hnakkann á varnarmanni Grindvíkinga sem stóð á stönginni og aftur í stöngina fór boltinn og síðan fór boltinn afturfyrir endamörkin.
90.mín: Valsarar halda áfram að sækja og sækja og eiga nokkrar marktilraunir, en engin dauðafæri.
86.mín: Skiptingar hjá Val. Hörður Sveinsson og Brynjar Kristmundsson koma inn á hjá Val í staðin fyrir Matthías Guðmundsson og Ingólf Sigurðsson.
81.mín: Grindvíkingar skipta og klára þar með skiptingakvótann sinn. Haukur Ingi Guðnason kemur inn á fyrir Robert Winters. Guðjón Pétur fer síðan af velli hjá Val í stað Andra Fannar Stefánssonar.
71.mín: Eina sem hægt er að skrifa um Grindvíkinga er þegar þeir gera skiptingar. Bogi Rafn Einarsson kemur inn á í stað Alexanders Magnússonar.
68.mín: Valsarar halda áfram að sækja og sækja. Matthías Guðmundsson virkilega frískur í liði Valsmanna í seinni hálfleik.
Twitter: Einar Gunnarsson, vallarþulur og goðsögn á Hlíðarenda:
Skita á Vodafone-vellinum... Ákvað að GPL10 hafi skorað markið og kallaði það í hátalarakerfið! #skita #fotbolti #matti
61.mín: Skipting hjá Grindavík. Scott Ramsey fer af velli og í hans stað kemur Orri Freyr Hjaltalín.
58.mín: Seinni hálfleikurinn er að spilast alveg eins og sá fyrri, Valsarar með nánast öll völd á vellinum.
53.mín: MAAAAAAARK! Matthías Guðmundsson skorar með skoti á nærstöngina eftir frábæra sendingu frá Álftnesingnum, Guðjóni Pétri Lýðssyni.
46.mín: Leikurinn er hafinn hér.
20.03: Svona er nú fótboltinn skemmtilega klikkaður. Grindvíkingar höfðu ekki átt eina sókn í leiknum áður en þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins og eru þar með yfir í hálfleik.
20.02: Hálfleikur hér á Vodafone-vellinum.
42.mín: Rúnar Már með hörkuskot en boltinn sleikti nærstöngina á marki Grindvíkinga.
41.mín: MAAAAARK! Gestirnir hafa komist yfir með marki frá Magnúsi Björgvinssyni eftir fyrirgjöf frá Alexanderi Magnússyni. Alexander var kominn upp að endamörkum vinstra megin, sendi góða sendingu fyrir markið þar sem Magnús skallaði boltann í netið.
38.mín: Enn og aftur gerist eitthvað í leiknum sem tengist Val. Guðjón Pétur Lýðsson átti hörkuskot fyrir utan teig meðfram jörðinni, en skotið þæginlega vel framhjá og Óskar Pétursson virtist alveg vera með þetta allt á hreinu.
34.mín: Jamie McCunnie virtist sparka eitthvað í lappirnar á Matthíasi Guðmundssyni sem féll við inn í vítateig Grindvíkinga, en Örvar Sær Gíslason dómari leiksins lét leikinn halda áfram.
32.mín: Dauðafæri. Eftir gott spil manna á milli gaf Arnar Sveinn boltann fyrir við hornfánann og þar mætti Christian Mouritsen og rétt náði að skalla boltann en yfir fór boltinn. Christian var líklega nokkrum sentimetrum of stuttur...
30.mín: Það gengur hægt fyrir Valsmenn að opna vörn Grindvíkinga. Það gengur hinsvegar ennþá hægara fyrir Grindvíkinga að byggja upp spil upp völlinn.
21.mín: Valsarar farnir að sækja ívið meira...
15.mín: Arnar Sveinn Geirsson átti fyrirgjöf frá hægri sem endaði ofan á þverslánni á markinu hjá Grindavík. Líklega ekki ætlunarverk hans.
14.mín: Robert Winters átti rétt í þessu skalla að marki en nokkuð yfir markið.
9.mín: Nákvæmlega ekkert búið að gerast í leiknum, eða jú, Rúnar Már Sigurjónsson átti skot að marki áðan sem var svo langt frá því að vera eitthvað frásögufærandi að ég er að sleppa því að birta þetta.
19:15: Leikurinn er hafinn. Valsmenn byrja að sækja að Öskjuhlíðinni.
19.11: Kristján Guðmundsson gerir hinsvegar tvær breytingar frá tapleiknum gegn FH í síðustu umferð. Haukur Páll Sigurðsson er í banni og síðan er Jón Vilhelm Ákason á bekknum en hann hefur verið eitthvað tæpur. Í byrjunarliðið í þeirra stað koma þeir, Arnar Sveinn Geirsson og Ingólfur Sigurðsson.
19.09: Ólafur Örn Bjarnason gerir þrjár breytingar á liðinu frá því í síðasta leik liðsins gegn Grindavík. Paul McShane dettur úr hópnum, fyrirliði liðsins Orri Freyr Hjaltalín fer á bekkinn ásamt Boga Rafn Einarssyni. Inn í liðið koma þeir Magnús Björgvinsson, Derek Young og Alexander Magnússon.
19.05: Grindvíkingar hafa fengið flest mörk á sig í deildinni, þar á meðal fengu þeir heil fjögur mörk á sig í síðasta leik, gegn Fylki. Allt í seinni hálfleik!!!
18:58: Það verður landsliðsmarkvörður Íslendinga í rammanum hér á Vodafone-vellinum í kvöld. Því fyrr í dag, tilkynnti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands landsliðshóp fyrir æfingaleik gegn Ungverjum. Þar valdi hann Landsliðs-Halla, Harald Björnsson í markið ásamt Hannesi Þór Halldórssyni, markverði KR og Stefán Loga Magnússyni, markverði Lilleström.
18:52: Byrjunarliðin eru klár.
Byrjunarlið Vals:
Haraldur Björnsson (m),
Jónas Tór Næs - Halldór Kristinn Halldórsson - Atli Sveinn Þórarinsson (f) - Pól Jóhannus Justinuessen
Rúnar Már Sigurjónsson - Guðjón Pétur Lýðsson
Arnar Sveinn Geirsson - Christian Mouritsen - Ingólfur Sigurðsson.
Matthías Guðmundsson
Varamenn Vals: Kjartan Sturluson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Hörður Sveinsson, Jón Vilhelm Ákason, Brynjar Kristmundsson, Andri Fannar Stefánsson, Kolbeinn Kárason.
Byrjunarlið Grindavíkur:
Óskar Pétursson (m)(f),
Matthías Örn Friðriksson - Ólafur Örn Bjarnson - Jamie McCunnie - Alexander Magnússon
Jóhann Helgason - Derek Young
Magnús Björgvinsson - Scott Ramsey - Óli Baldur Bjarnason
Robert Winters
Varamenn Grindavíkur:Elías Fannar Stefnisson, Ray Jónsson, Bogi Rafn Einarsson, Páll Guðmundsson, Orri Freyr Hjaltalín, Guðmundur Andri Bjarnason, Haukur Ingi Guðnason.
Á Vodafone-vellinum í kvöld eigast við Valur og Grindavík í 13.umferð Pepsi-deildar karla. Það er ekki hægt að segja að liðin séu á svipuðu róli í deildinni. Valsmenn eru í harðri toppbaráttu með 23 stig í 2.sæti deildarinnar á meðan Grindvíkingar eru með 11 stig í 10.sæti í ennþá harðari botnbaráttu.
Valsmenn bjóða upp á einn nýjan leikmann sem þeir fengu í félagsskiptaglugganum, Brynjar Kristmundsson en hann kemur á láni til Vals frá Víking Ólafsvík.
Grindvíkingar bjóða einnig upp á nýjan leikmann í kvöld, sálfræðinginn Hauk Inga Guðnason.
Við minnum Twitter-notendur á að nota hashtagið #fotbolti ef þeir tísta um leikinn.