Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   fim 04. ágúst 2011 20:52
Magnús Már Einarsson
1. deild: Selfoss lagði Leikni
Arilíus fékk rauða spjaldið.
Arilíus fékk rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Selfoss 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Ibrahima Ndiaye ('63)
Rauð spjöld: Arilíus Marteinsson (Selfoss) ('74) og Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.) ('84)

Selfoss styrkti stöðu sína í öðru sætinu í fyrstu deild karla þegar liðið lagði Leikni R. 1-0 í kvöld.

Ibrahima Ndiaye skoraði eina markið eftir rúman klukkutíma eftir að Selfyssingar voru fljótir að taka aukaspyrnu.

Arilíus Marteinsson og Fannar Þór Arnarsson fengu báðir rauða spjaldið síðar í leiknum en Fannar var að leika sinn síðasta leik í sumar þar sem hann er að fara til Bandaríkjanna í nám.

Selfoss er eftir leikinn sjö stigum á undan Haukum í öðru sætinu en Leiknir er í næstneðsta sæti með þrettán stig, stigi frá öruggu sæti.
banner