Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 07. ágúst 2011 22:49
Björn Steinar Brynjólfsson
Ólafur Örn Bjarnason: Smá falldraugs lykt af þessu
Ólafur Örn í leik með Grindavík fyrr í sumar.
Ólafur Örn í leik með Grindavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindavíkur var tiltölulega sáttur með að hafa fengið eitt stig gegn Breiðablik í Pepsi deild karla, en liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hann var ósáttur með framlag sinna manna í fyrri hálfleik en ánægðari með seinni hálfleikinn.

„Eins og leikurinn spilaðist tökum við alveg þetta stig. Eftir fyrstu tíu mínúturnar korterið í fyrri hálfleik var eins og menn ætluðu bara að gera þetta á skokkinu og þá er Breiðablik bara gott lið þegar þeir fá að spila. Við komum varla við boltann síðasta hálftímann í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik er allavega meiri kraftur og vilji þó að kappið sé stundum of mikið,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Haukur Ingi Guðnason kom inn á fyrir Magnús Björgvinsson í hálfleik og frískaði það talsvert upp á sóknarleik Grindvíkinga.

„Það breytir bara ýmsu þegar menn eru vinnusamir og Haukur er þannig týpa að hann smitar út frá sér. Það sást allavega í seinni hálfleik að menn voru að reyna, en það er kannski smá falldraugs lykt af þessu einhvern veginn, menn eru svolítið tense og eru að taka slæmar ákvarðanir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner
banner