Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 11. ágúst 2011 14:00
Hörður Snævar Jónsson
Yfirlýsing frá Mjölnismönnum: Skora á 2 Harða og almúgan
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mjölnismenn, stuðningsmenn Þórs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir skora á fólk að mæta og styðja liðið í bikarúrslitum gegn KR á laugadag.

Þá skora þeir á Auðun Blöndal og Egil "Gillz" Einarsson um að koma og stjórna mótmælum með þeim. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.

Öreigar allra landa, sameinist!
Í tilefni úrslitaleik Valitor-bikarins hafa Mjölnismenn efnt til uppreisnar gegn auðvaldinu. Laugardaginn 13. ágúst munu lið Þórs og KR mætast á Laugardalsvelli og berjast um Valitor-bikarinn. Af því tilefni munu Mjölnismenn halda upphitun á Ölver klukkan 13:30 sem mun svo færast í einni fylkingu niður á Laugardalsvöll þar sem Mjölnismenn munu stýra samfélagslegum mótmælum gegn spillingu, kúgun og eignagræðgi auðvaldsins í formi stuðnings á liði Þórs. Mjölnismenn skora á alla landsmenn nær og fær sem eru orðnir þreyttir á þessari spillingu og viðbjóð til að mæta rauðklæddir á Ölver og eða á leikinn sjálfan og sýna samstöðu. Allar húsmæður, fjölskyldufólk og dagdrykkjumenn, ekki láta kúgun auðvaldsins keyra úr ykkur máttinn, þetta er okkar tækifæri til að sýna valdasjúku elítunni að sótsvartur almúginn er ekki dauður og lætur ekki ganga yfir sig á skítugum skónum. Þetta er ekki einungis bikarúrslitaleikur í fótbolta, þessi leikur er holdgervingur spillingar og einokunar gegn samfélagslegu réttlæti!

Einnig vilja Mjölnismenn skora beint á Auðunn Blöndal fjölmiðlamann og þúsundþjalasmiðinn Egil „Gillz“ Einarsson til að mæta á Ölver og taka þátt í að stýra mótmælunum með Mjölnismönnum á vellinum. Nú sést hvort þessir menn standi undir nafni sem tveir harðir.

banner
banner