Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 16. ágúst 2011 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Lið 13. umferðar: ÍBV og Grindavík eiga þrjá fulltrúa
Shaneka og Arna Sif eru báðar í liði umferðarinnar
Shaneka og Arna Sif eru báðar í liði umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lára Kristín er á miðjunni
Lára Kristín er á miðjunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að því að birta úrvalslið 13. umferðar hér á Fótbolta.net. Í þetta skiptið eiga lið Grindavíkur og ÍBV flesta fulltrúa eða þrjá hvort lið.

Í umferðinni sem leið vann ÍBV 5-0 sigur á Þrótti, Stjarnan sigraði KR 3-2 og Grindavík vann Breiðablik með sömu markatölu. Þá gerðu Afturelding og Fylkir 1-1 jafntefli, rétt eins og Þór/KA og Valur.

Emma Higgins úr Grindavík stendur á milli stanganna og fyrir framan hana í vörninni eru þær Halldóra Þóra Birgisdóttir úr Aftureldingu og eyjastúlkurnar Julie Nelson og Svava Tara Ólafsdóttir.

Lára Kristín Pedersen átti stórleik í 1-1 jafntefli Aftureldingar og Fylkis og hún er á miðjunni ásamt Grindvíkingnum Ingibjörgu Yrsu Ellertsdóttur, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur úr Stjörnunni og Örnu Sif Ásgrímsdóttur úr Þór/KA.

Fremstar eru svo þær Shaneka Gordon úr Grindavík, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Manya Makoski úr Þór/KA.



banner
banner