Amorim samþykkir að taka við Man Utd - Arsenal íhugar að gera tilboð í Mbeumo - Liverpool vill Murillo
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
banner
   mið 17. ágúst 2011 22:36
Lárus Ingi Magnússon
Jón Þór: Fór út í vitleysu þegar við lendum 3-0 yfir
Jón Þór Brandsson.
Jón Þór Brandsson.
Mynd: Fótbolti.net - Katla Margrét Aradóttir
,,Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega," sagði Jón Þór Brandsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-2 sigur á Þrótti í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Þróttur R.

,,Mikill karakter og þær gáfust aldrei upp. Þetta var alls ekki auðveldur leikur og þrátt fyrir að við höfum náð þriggja marka forskoti var þetta aldrei búið eins og sýndi sig. En þær héldu haus og stóðu í lappirnar allan tímann og vildu virkilega sigurinn og náðu honum."

,,Við erum óánægð með að vera að gefa færi en vorum ánægð með að skora tvö mörk í fyrri hálfleik. Við ákváðum að þétta svolítið vörnina en svo þróast þetta og fór út í vitleysu þegar við lendum 3-0 yfir og þær henda öllum mannskapnum fram. Þá dettum við til baka og verður pressa."

,,En ég er ánægður með stelpurnar, þær stóðu sig gríðarlega vel og ég var mjög ánægður með stuðninginn hérna. Það var góð mæting á völlinn og mikill stuðningur utan vallar líka sem stelpurnar þáðu með þökkum og skiluðu þremur stigum í hús."

Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu að ofan.
banner
banner
banner