Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. september 2011 19:13
Elvar Geir Magnússon
Meireles segir Liverpool hafa svikið loforð
Raul Meireles og Andre Villas-Boas.
Raul Meireles og Andre Villas-Boas.
Mynd: Getty Images
Raul Meireles er ekki sáttur við hæstráðendur hjá Liverpool og segir að loforð sem sér hafi verið gefið hafi verið svikið. Enska félagið hafði lofað honum að hækka laun hans umtalsvert fyrir þetta tímabil en ekki staðið við það.

Meireles var svo seldur til Chelsea fyrir 12 milljónir punda rétt í lok félagaskiptagluggans.

„Eina sem ég hef að segja er að ekki var staðið við eitt loforð sem mér var gefið hjá Liverpool," segir Meireles. „Það er ekki eina ástæðan fyrir sölu minni en Liverpool bað mig um að leggja fram beiðni um sölu."

Meireles vill ekki ræða samband sitt við Kenny Dalglish, stjóra Liverpool. „Það er enginn tilgangur að ræða það. Þetta kom mér mjög á óvart en ég einbeiti mér núna bara að mínum málum í dag og framtíðinni. Chelsea er nýtt ævintýri og ég vil gera vel hér," segir Meireles.
banner
banner
banner
banner