Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. september 2011 14:46
Magnús Már Einarsson
Heimild: Metro 
Lampard lét leikmann fá refsingu eftir að hann klessti bíl hans
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, ákvað á dögunum að láta leikmann í unglingaliði félagsins fá refsingu eftir að hann klessti á bíl hans.

Leikmaðurinn í unglingaliðinu, sem hefur ekki verið nafngreindur, bakkaði Peugeot bifreið sinni á Aston Martin bifreið Lampard. Tjónið hljóðaði upp á 15 þúsund pund eða um það bil 2,8 milljónir íslenskar krónur.

Í stað þess að láta leikmanninn borga fyrir skemmdirnar ákvað Lampard að láta hann fá refsingu.

Leikmaðurinn þurfti að halda ræðu fyrir framan leikmannahóp Chelsea þar sem hann líkti eftir þjálfara. Hann þurfti síðan að hlaupa hringi á æfingasvæði félagsins og syngja Chelsea stuðningsmannasöngva fyrir framan hópinn.

Leikmaðurinn ungi gæti þurft að syngja aftur fyrir framan leikmannahóp Chelsea í framtíðinni því allir leikmenn þurfa að taka lagið eftir sinn fyrsta leik með liðinu.

Yossi Benayoun tók til að mynda lagið eftir fyrsta leik sinn í fyrra en lagaval hans vakti þó ekki lukku þar sem hann ákvað að syngja You'll Never Walk Alone.
banner
banner
banner