Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. september 2011 09:28
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Carlos Tevez í yfirlýsingu: Neitaði ekki að spila
Carlos Tevez segist ekki hafa neitað að spila með Manchester City í gær.
Carlos Tevez segist ekki hafa neitað að spila með Manchester City í gær.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitar ásökunum þess efnis að hann hafi neitað að koma inná í leik Manchester City gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Tevez virtist hafa neitað að koma inná í leiknum í gær og Roberto Mancini knattspyrnustjóri liðsins segir að hann hafi viljað setja hann inná en hafi orðið pirraður þegar ljóst var að það myndi ekki gerast. Ítalinn sagði síðar að Tevez væri búinn hjá City og myndi aldrei spila fyrir sig aftur.

Mancini sagði að hann myndi tala við eigendur félagsins og stjórn áður en hann tæki ákvörðun um næstu skref. Tevez segir hinsvegar að hann hafi ekki neitað að spila og sé tilbúinn næst þegar kallið kemur.

,,Ég vil biðja alla stuðningsmenn Manchester City sem ég hef átt mjög gott samband við afsökunar á þeim misskilningi sem varð í Munchen. Þeir skilja að þegar ég er innan vallar hef ég alltaf gert mitt besta fyrir félagið,," sagði Tevez í yfirlýsingu.

,,Í Munchen á þriðjudag hafði ég hitað upp og var tilbúinn að spila. Þetta er ekki rétti tíminn til að fara út í smáatriði með afhverju þetta gerðist ekki. En ég vil taka fram að ég neitaði aldrei að spila."

,,Það var einhver ruglingur á bekknum og ég tel að staða mín hafi verið misskilin. Þegar ég lít fram á veginn þá er ég tilbúin að spila þegar þess er krafist af mér og uppfylla mínar skyldur."

banner
banner