Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. september 2011 10:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea hreppir líklega Cahill
Powerade
Gary Cahill er enn og aftur í slúðurpakkanum.
Gary Cahill er enn og aftur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Gary Cahill, David Beckham, Carlos Tevez, Wagner Love og Gary Hooper eru meðal gesta í slúðurpakkanum í dag.

Líklegast er að Chelsea vinni samkeppnina við Arsenal og Tottenham um Gary Cahill, varnarmann Bolton, þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. (Metro)

Amit Bhatia, meðeigandi hjá QPR, hefur staðfest að félagið hefur áhuga á því að kaupa David Beckham á Loftus Road. (Daily Mail)

Vængmaðurinn Michel Bastos hefur skrifað undir nýjan samning við franska félagið Lyon en hann var orðaður við Manchester United og Arsenal í sumar. (TalkSport)

El Hadji Diouf mun líklega hafna enska úrvalsdeildarliðinu Wigan fyrir moldríka rússneska félagið Anzhi Machachkala. (Daily Mirror)

Orðrómur er í gangi um að Jose Mourinho hyggist kaupa Carlos Tevez til Real Madrid frá Manchester City í janúar. (Caught offside)

Liverpool og Juventus á Ítalíu vilja bæði fá franska varnarmanninn Aly Cissokho frá Lyon. (TalkSport)

Arsenal reynir að fá brasilíska sóknarmanninn Wagner Love frá CSKA Moskvu í janúar. (Footylatest)

Daniele de Rossi fer líklega ekki til Manchester City en þessi öflugi miðjumaður er kominn í viðræður við Roma um nýjan samning. (Metro)

Lazio á Ítalíu ætlar að reyna að kaupa Adel Taarabt frá QPR í janúar. (Footy-online)

Tottenham þarf að keppa við AC Milan og Rubin Kazan ef félagið ætlar sér að fá sóknarmanninn Alvaro Negredo frá Sevilla. (TalkSport)

Tottenham hefur verið orðað við markvörðinn Zeljko Brkic sem er samningsbundinn Udinese á Ítalíu en er á láni hjá Siena. (Footylatest)

Andre Villas-Boas gæti keypt Sami Khedira, miðjumann Real Madrid, til Chelsea. (Inside Futbol)

Liverpool undirbýr tilboð í varnarsinnaða miðjumanninn Havard Nordtveit sem var á mála hjá Arsenal. Hann spilar nú fyrir Borussia Monchengladbach í Þýskalandi. (Footylatest)

Blackburn og Villareal vilja fá vinstri bakvörðinn Roberto Lago frá Celta Vigo. Leikmaðurinn er metinn á 3 milljónir punda. (The Sun)

Gary Hooper, sóknarmaður Glasgow Celtic, hefur sett stefnuna á að komast í enska landsliðið og vill fá Fabio Capello til Skotlands að fylgjast með sér. (The Sun)

Dirk Kuyt segir að Luis Suarez eigi enn eftir að sýna sínar bestu hliðar í enska boltanum og andstæðingar Liverpool eigi ekki von á góðu. (Daily Mirror)

Stefano Okaka, fyrrum sóknarmaður Fulham, vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann er samningsbundinn Roma. (TalkSport)

Stormurinn kringum Carlos Tevez gæti eyðilagt tímabilið fyrir Manchester City telur samherji hans Nigel de Jong. (Daily Mirror)
banner
banner