,,Þetta var alveg frábært," sagði Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur í samtali við Fótbolta.net eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi sæti í deild þeirra bestu.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Grindavík
Ólafur skoraði fyrra mark liðsins í 0-2 sigri sem dugði til að halda sætinu en Grindavík var í fallsæti fyrir leikinn.
,,Þetta var erfittt, völlurinn var erfiður og menn voru stressaðir og voru að missa boltann. Það var eitthvað með okkur í dag, við náðum að pota inn tveimur mörkum þrátt fyrir fyrir að vera verra liðið."
,,Í svona leik er fóboltinn ekki aðalatriðið heldur viljinn, baráttan og heppnin."
Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan.