Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. október 2011 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Szczesny: Ég á að vera fyrirliði Arsenal
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny, 21 árs markvörður Arsenal, segir að með réttu ætti hann að vera fyrirliði liðsins. Robin van Persie tók við bandinu eftir að Cesc Fabregas var seldur í sumar.

„Mér finnst að þegar ég segi eitthvað þá hlusti allir. Meira þó úti á vellinum en inni í búningsklefanum, það er mikilvægara finnst mér," segir Szczesny.

„Ég vil vera fyrirliði liðsins. Ég tel mig vera tilbúinn að axla þá ábyrgð."

Framtíð Van Persie hjá Arsenal hefur verið í óvissu en hann vill ekki ræða nýjan samning við félagið strax. Hollenski sóknarmaðurinn á tæplega tvö ár eftir af samningi sínum.
banner
banner