Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 05. október 2011 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Szczesny: Ég á að vera fyrirliði Arsenal
Wojciech Szczesny, 21 árs markvörður Arsenal, segir að með réttu ætti hann að vera fyrirliði liðsins. Robin van Persie tók við bandinu eftir að Cesc Fabregas var seldur í sumar.

„Mér finnst að þegar ég segi eitthvað þá hlusti allir. Meira þó úti á vellinum en inni í búningsklefanum, það er mikilvægara finnst mér," segir Szczesny.

„Ég vil vera fyrirliði liðsins. Ég tel mig vera tilbúinn að axla þá ábyrgð."

Framtíð Van Persie hjá Arsenal hefur verið í óvissu en hann vill ekki ræða nýjan samning við félagið strax. Hollenski sóknarmaðurinn á tæplega tvö ár eftir af samningi sínum.
banner
banner
banner
banner