Hamar frá Hveragerði hefur ráðið Salih Heimir Porca sem þjálfara en þetta staðfesti Eyjólfur Valgeir Harðarson formaður meistaraflokksráðs félagsins við Fótbolta.net í dag.
Salih Heimir skrifaði undir eins árs samning við félagið og mun þjálfa liðið í annarri deildinni næsta sumar.
Salih Heimir skrifaði undir eins árs samning við félagið og mun þjálfa liðið í annarri deildinni næsta sumar.
Salih Heimir tekur við liði Hamars af Jóni Aðalsteini Kristjánssyni sem hætti á dögunum eftir þriggja ára starf.
Undanfarin þrjú ár hefur Salih Heimir þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Haukum en hann hætti þar á dögunum.
Þar áður þjálfaði Salih Heimir meðal annars kvennalið Keflavíkur en hann lék einnig með Breiðabliki, Val, KR, Fylki og Selfossi á sínum tíma auk þess að þjálfa annan flokk Blika.
Hamar endaði í níunda sætinu í annarri deildinni í sumar eftir að hafa lengi vel verið í toppbaráttunni.
Að sögn Eyjólfs gera Hamarsmenn ráð fyrir því að halda flestum sínum leikmönnum áfram á næsta tímabili.