Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   mán 10. október 2011 15:06
Elvar Geir Magnússon
Andre Marriner dæmir leik Liverpool og Man Utd
Enska knattspyrnusambandið hefur valið dómara á stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer í hádeginu á laugardag.

Það er hinn fertugi Andre Marriner sem fær það hlutverk að halda um flautuna í leiknum.

Marriner sleppti því að reka Gary Neville af velli á síðasta tímabili þegar hægri bakvörðurinn átti klárlega að fá rautt spjald gegn Stoke. Neville var svo tekinn af velli í hálfleik.

Marriner hefur verið á lista Englands yfir alþjóðlega dómara frá árinu 2009.
banner