Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   lau 15. október 2011 16:13
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: EatSleepFootball | BBC 
Ferguson: Suerez dýfir sér út um allan völl
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var ekkert sérlega hrifinn af Luis Suarez framherja Liverpool í 1-1 jafntefli liðanna á Anfield í dag og segir að hann láti sig falla út um allan völl.

Liverpool komst yfir á 68. mínútu leiksins með marki sem Steven Gerrard skoraði beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnan hafði verið dæmd eftir að Charlie Adam lét sig falla við litla snertingu Rio Ferdinand.

,,Mér fannst þetta mjög vægt, en dómarinn er undir mikilli pressu, þetta er vægur dómur," sagði Ferguson við BBC eftir leikinn.

,,Þessi drengur, Suarez, dýfir sér út um allan völl, svo það er erfitt fyrir dómarann að dæma hvort þetta sé brot eða ekki."
banner
banner
banner