Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. október 2011 22:00
Elvar Geir Magnússon
Balotelli hvetur fólk að sýna aðgát við notkun flugelda
Mario Balotelli vill ekki að krakkar fikti með flugelda.
Mario Balotelli vill ekki að krakkar fikti með flugelda.
Mynd: Off The Post
Mario Balotelli er sífellt í fréttunum. Á laugardaginn bárust fréttir af því að eldur kom upp í íbúð hans eftir að kveikt var á flugeldum á baðherberginu. Á sunnudag fór hann síðan á kostum í 6-1 sigri Manchester City á grönnunum í United.

Nú hefur hann gerst andlit auglýsingaherferðar þar sem fólk er hvatt til að sýna öryggi og aðgát í notkun á flugeldum.

„Það er mikilvægt að krakkar fikti ekki með flugelda. Þeir geta verið mjög hættulegir ef þeir eru ekki notaðir á réttan hátt," segir Balotelli.

„Ég vil taka það fram að það var ekki ég sem kveikti á flugeldunum í íbúðinni minni. Það var vinur minn og ég vissi ekkert um það fyrr en ég heyrði öskur frá baðherberginu. Þetta var mjög heimskulegt."

Í dag keyrði Balotelli svo um götur Manchester með tónlistina í botni og gaf stuðningsmönnum fimmur. „Þeir hafa alltaf sýnt mér stuðning, líka þegar mér hefur gengið illa. Annars er mér sama hvað fólk úti í bæ segir um mig. Ég einbeiti mér að fótboltanum, knattspyrnustjóranum, kærustunni og fjölskyldu minni," segir Balotelli.
banner
banner