Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2011 11:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Carlos Tevez til í að fara í annað félag í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, framherji Manchester City, er til í að leika fyrir annað félag í ensku úrvalsdeildinni.

Líklegt er að Tevez sé á förum frá Manchester City en þegar hann sagðist vilja fara frá félaginu á síðasta tímabili sagði hann ástæðuna vera að fjölskylda hans gæti ekki aðlagast lífinu á Englandi.

Það virðist hafa breyst því Tevez er alveg opinn fyrir því að vera áfram á Englandi þegar hann fer frá Manchester City.

,,Fjölskylda hans býr á Englandi núna, hann er búinn að aðlagast og er nokkuð ánægður," sagði Kia Joorabchian talsmaður Tevez.

,,Hann átt í vandræðum þegar þau voru ekki hjá honum en þau er komin til hans núna og allt er í góðu lagi. Hann myndi glaður fara í annað félag í úrvalsdeildinni."
banner
banner
banner
banner