Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   fim 03. nóvember 2011 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Myndband: Heimskulegasta rauða spjald ársins?
Sprenghlægilegt atvik átti sér stað í úkraínsku úrvalsdeildinni í byrjun vikunnar, þegar Dnipro mætti „Íslandsvinunum" í Karpaty Lviv.

Dnipro vann 2-0 útisigur en það var svo sannarlega ekki Samuel Inkoom, landsliðsmanni frá Ghana, að þakka.

Þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum átti nefnilega að skipta Inkoom út af, en honum tókst hins vegar að yfirgefa völlinn með stæl. Á leiðinni af vellinum klæddi hann sig úr treyjunni, en þar sem hann var á gulu spjaldi tókst honum að næla sér í annað slíkt og þar með rautt, því að dómarinn var ekki á því að samþykkja þessa hegðun.

Það þýddi að Evgeniy Shakhov, sem átti að koma inn á fyrir Inkoom, þurfti að bíða í fimm mínútur áður en hann kom inn á, fyrir leikmann sem hafði vit á því að halda sig í treyjunni þar til að hann var kominn af velli.

Sprenghlægilegt myndband af þessu atviki má sjá hér að neðan.