City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   sun 13. nóvember 2011 16:11
Magnús Már Einarsson
Kristinn Steindórsson skoðar aðstæður hjá FC Nordsjælland
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks og U21 árs landsliðsins, mun dvelja hjá danska félaginu FC Nordsjælland næstu daga þar sem hann mun skoða aðstæður.

Nordsjælland er sem stendur í öðru sæti í dönsku úrvalsdeildinn á eftir FC Kaupmannahöfn.

Samningur Kristins hjá Breiðabliki rann út í síðasta mánuði og hann hefur hug á að reyna fyrir sér erlendis. Hann getur þó ekki farið frítt en erlend félög þurfa að greiða Breiðabliki uppeldisbætur ef þau vilja semja við hann.

Kristinn hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik Breiðabliks undanfarin ár en í sumar skoraði hann ellefu mörk í Pepsi-deildinni.

Samtals hefur Kristinn skorað 35 mörk í 94 deildar og bikarleikjum með Breiðabliki frá því árið 2007.
banner
banner