Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. nóvember 2011 11:00
Magnús Már Einarsson
Myndband: Ferguson fór út af fréttamannafundi
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, fór út á miðjum fréttamannafundi eftir 2-2 jafnteflið gegn Benfica í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Bæði Manchester United og Manchester City eiga á hættu á að detta út úr Meistaradeildinni eftir úrslit gærkvöldsins og Ferguson var spurður út í málið á fréttamannafundi í gær.

Þegar blaðamaður spurði út í það af hverju Manchester liðin séu í basli svaraði Ferguson: ,,Ertu að meina þetta?"

,,Við erum ekki í basli," sagði Skotinn síðan áður en hann gekk í burtu af fundinum.

Fréttamannafundinn má sjá á myndbandinu hér að neðan en undir lokin labbar Ferguson út.


banner