Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   mið 23. nóvember 2011 18:56
Hörður Snævar Jónsson
Meistaradeildin: APOEL áfram eftir markalaust jafntefli
Zenit 0 - 0 APOEL

Zenit frá Pétursborg og APOEL gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu.

Stöðva þurfti leikinn í síðari hálfleik þegar stuðningsmenn höfðu tendrað á blysum í stúkunni og mikinn reyk lagði yfir völlinn. Rúmlega tíu mínútna töf varð þess vegna.

APOEL frá Kýpur hefur komið mjög á óvart í keppninni og er þar með komið áfram í sextán liða úrslit en Zenit er í góðri stöðu fyrir síðustu umferðina.
banner
banner