Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2011 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky Sports 
Lucas talar um titilbaráttuna - Nefnir ekki Liverpool
Mynd: Getty Images
Lucas Leiva, miðjumaður Liverpool, segir að deildartitillinn fari eflaust til Manchester borgar, og afskrifar þannig eigið lið frá titilbaráttunni.

Fyrir rúmum 20 árum var Liverpool liðið sem allir vildu vinna, en þeir hafa nú ekki unnið deildina síðan 1990, sem þýðir að þeir hafa í raun aldrei unnið svokölluðu Úrvalsdeildina sem var stofnuð árið 1993.

Manchester City er í toppsæti deildarinnar eins og er, með Manchester United og Tottenham á eftir sér.

,,Þetta verður kapp milli Manchester-liðanna," sagði Lucas í viðtali við The Sun.

,,United hefur unnið fjögur af síðustu fimm tímabilum, þannig að það kemur engum á óvart að þeim gangi vel. Enginn bjóst samt við því að þeir myndu tapa 6-1 gegn City á Old Trafford.

,,Velgengni City kemur heldur ekki á óvart, þeir eru búnir að nota svo gríðarlega mikinn pening í stjörnuleikmenn síðan 2008. Þeir eru nánast með tvö lið full af stjörnum. Þetta var alltaf bara tímaspursmál um hvenær þeir næðu allir saman.

,,Það mikilvæga er að þeir eru allir farnir að hlusta á Mancini og taka hann í sátt sem knattspyrnustjóra. Þeir eru samt ekki ósigrandi, ég sá þá spila gegn QPR fyrir nokkrum vikum og þeir áttu í miklum erfiðleikum.

,,Ég býst við að Chelsea verði á eftir Manchester-liðunum og svo munu Arsenal og Tottenham berjast um síðasta sætið í Meistaradeild Evrópu. Tottenham græðir mikið á því að vera ekki að spila í Meistaradeildinni."

banner
banner