Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 02. desember 2011 15:15
Elvar Geir Magnússon
Atli Heimis og hringborðið í útvarpsþættinum á morgun
Sóknarmaðurinn Atli Heimisson verður gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á morgun. Þátturinn er á X-inu FM 97,7 alla laugardaga milli 12 og 14.

Atli gekk í vikunni í raðir Vals eftir að hafa leikið í Noregi síðustu ár.

Enska hringborðið verður á sínum stað þar sem rætt verður allt það helsta í enska boltanum. Baldur Guðmundsson, blaðamaður og stuðningsmaður Aston Villa, fær sér sæti við borðið ásamt Kristjáni Atla Ragnarssyni á kop.is, stuðningsmanni Liverpool.

Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari mætir í viðtal og kynnir góðgerðarleik sem verður föstudagskvöldið 9. desember. Nánar má lesa um leikinn með því að smella hér.

Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson. Hægt er að finna þá á Twitter undir @elvargeir og @tomthordarson.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna


Eldri hringborð:
26. nóv - Arsenal og Man City
19. nóv - Liverpool og Man Utd


banner
banner
banner
banner