Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   lau 17. desember 2011 16:00
Sebastían Sævarsson Meyer
Heimild: BBC 
Manchester United gæti fengið aftur sæti í Meistaradeildinni
Manchester United gæti snúið aftur í Meistaradeildina á þessari leiktíð ef svissneska knattspyrnusambandið nær ekki samkomulagi við Fifa vegna refsingu á FC Sion.

FC Sion var vikið úr Evrópudeildinni fyrir að nota ólöglega leikmenn í leik gegn Celtic.

Svissneska knattspyrnusambandið hefur frest til 13 jánúar á næsta ári til að bregðast við en Fifa hefur hótað að banna Sviss og liðum þar í landi að taka þátt í ýmsum keppnum utan Sviss.

Ef bannið verður að veruleika, myndi FC Basel vera tekið úr Meistaradeildinni og Manchester United fengi sætið í staðinn, en FC Basel sló út Manchester United í riðlakeppninni.
banner
banner