Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
   mið 21. desember 2011 09:00
Elvar Geir Magnússon
Koscielny: Félagarnir kalla mig hinn hvíta Cafu
Arsenal er í miklum bakvarðavandræðum þar sem allir eiginlegu bakverðir liðsins eru á meiðslalistanum. Johan Djourou spilaði hægri bakvörð í 1-0 tapinu gegn Manchester City en fór meiddur af velli í seinni hálfleik og verður frá í þrjár vikur.

Arsenal mætir Aston Villa í kvöld en tiltækir varnarmenn eru Per Mertesacker, Thomas Vermaelen, Laurent Koscielny, Sebastien Squillaci og Ignasi Miquel sem allir eru vanir því að leiða í miðverði.

Koscielny segist þó ekkert hafa á móti því að leysa bakvörðinn. „Liðsfélagar mínir stríða mér með því að kalla mig hinn hvíta Cafu," segir Koscielny.

„Þegar ég hóf minn atvinnumannaferil í Frakklandi þá byrjaði ég sem vinstri bakvörður. Það er ekki mín uppáhalds staða en ég er ánægður ef ég get hjálpað liðinu og mun gera mitt besta."
banner
banner