Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 06. janúar 2012 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Soccerway 
Köln leitar að eftirmanni Podolski
Lukas Podolski gæti verið á förum frá Köln
Lukas Podolski gæti verið á förum frá Köln
Mynd: Getty Images
Stale Solbakken, þjálfari Köln í Þýskalandi segir að liðið gæti þurft að fara í það á næstu dögum að leita að eftirmanni framherjans Lukas Podolski en framtíð hans liggur í lausu lofti hjá félaginu.

Podolski hefur verið sterklega orðaður frá félaginu undanfarnar vikur, en hann hefur skorað 14 mörk í 14 leikjum í vetur í þýsku deildinni. Þá hefur hann tilkynnt liðinu að hann vilji fá frest á því að framlengja samning sinn við félagið, en núverandi samningur hans gildir til 2013.

Solbakken hefur viðurkennt að liðið verði að hafa varaáætlun komi Podolski til með að yfirgefa félagið.

,,Ég ætla ekki að útiloka neitt, sérstaklega ekki í Köln því að þar er ekkert eðlilegt. Við þurfum að hafa varaáætlun og verðum að líta á hvað við getum gert eftir ákvörðun hans," sagði Solbakken.

Arsenal, Schalke, Lazio og Lokomotiv Moskva eru meðal þeirra lið sem hafa áhuga á því að fá pólsk/þýska sóknarmanninn í sínar raðir.
banner
banner
banner
banner