Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. janúar 2012 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Mirror | Guardian 
Leikmaður Oldham varð fyrir kynþáttafordómum á Anfield
Tom Adeyemi brast í grát eftir atvikið
Tom Adeyemi brast í grát eftir atvikið
Mynd: Getty Images
Stuðningsmaður Liverpool er sagður hafa verið með kynþáttafordóma í garð Tom Adeyemi, leikmanns Oldham en liðin mættust í FA-bikarnum í kvöld. Á vef enska dagblaðsins Mirror var í kvöld fullyrt að stuðningsmaðurinn hafi verið handtekinn, og það sama gert á vef Guardian en því breytt síðar.

Liverpool sigraði Oldham með fimm mörkum gegn einu í kvöld í þriðju umferð FA-bikarsins en það voru meint kynþáttaníð sem skyggðu á leikinn sjálfan.

Í síðari hálfleik brjálaðist Tom Adeyemi bakvörður Oldham eftir að hafa rifist við tvo stuðningsmenn Liverpool. Þeir voru klæddir í hvítu Luis Suarez treyjurnar sem voru honum til styrktar í kynþáttafordómamálinu milli hans og Patrice Evra sem lauk á dögunum.

Adeyemi, sem er 20 ára gamall grét eftir viðskipti sín við stuðningsmennina, en einn þeirra er sagður hafa verið með kynþáttaníð í garð hans. Það er haft eftir The Mirror að lögreglan í Liverpool hafi haft afskipti eftir að málið spurðist út og handtekið viðkomandi, nokkuð sem lögreglan á Merseyside segir ekki rétt, engar handtökur hafi verið gerðar.

Þetta mál hefði ekki getað komið á verri tíma fyrir Liverpool, en Suarez var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra eins og greint er hér að ofan, þá studdi Liverpool leikmanninn einnig í gegnum ferlið.

Mirror hefur eftir háttsettum starfsmanni hjá Liverpool að öryggisverðir hafi undir eins farið í málið og verður það til rannsóknar á næstu dögum.

,,Við munum gera allt það sem í valdi okkar stendur til þess að rannsaka þetta mál og sjá til þess að það verði tekið rétt á málinu," sagði starfsmaðurinn.
banner