Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. janúar 2012 10:10
Elvar Geir Magnússon
Lazio vill kaupa Arshavin af Arsenal
Fer Arshavin í ítalska boltann?
Fer Arshavin í ítalska boltann?
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Lazio hefur áhuga á að kaupa Andrey Arshavin í janúar. Rússinn á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal.

Arshavin var keyptur til Arsenal á 12 milljónir punda fyrir þremur árum en hefur fallið talsvert í verði síðan þá.

Arsene Wenger hefur þegar gefið til kynna að hann fái ekki nýjan samning hjá félaginu en þessi þrítugi leikmaður er einn launahæsti leikmaður Arsenal.

Talið er að Zenit frá Pétursborg, fyrrum félag Arshavin, hafi einnig áhuga á að fá hann ásamt Galatasaray í Tyrklandi.

Stærsta verkefni Arsenal í samningaviðræðum þessa dagana er að negla niður nýjum samningi við Robin van Persie.
banner
banner
banner