Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. janúar 2012 15:45
Alexander Freyr Tamimi
Steven Gerrard: Áttum kannski ekki skilið að vinna
Gerrard í leiknum í dag.
Gerrard í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segir að liðið hafi haft heppnina með sér þegar þeir unnu Manchester United í enska bikarnum á Anfield í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna, en Dirk Kuyt skoraði sigurmarkið undir blálokin.

Gerrard gengur svo langt að segja að Liverpool hafi ekki átt skilið að vinna leikinn og sagði hann Manchester United hafa spilað vel.

,,Við áttum sjálfsagt ekki skilið að vinna þennan leik,” sagði Gerrard við ITV eftir leikinn.

,,Það verður að hrósa Manchester United, þeir stjórnuðu leiknum að mestu leiti í dag. Það mikilvægasta voru samt úrslitin, og þau féllu með okkur á endanum.”

,,Við áttum virkilega erfiðan leik í miðri viku þannig að við eigum hrós skilið fyrir baráttuna og vinnusemina sem við lögðum í þetta í dag.”


Gerrard hrósaði einnig framherjanum Andy Carroll sem hefur verið harðlega gagnrýndur frá því að hann gekk til liðs við Liverpool. Carroll átti sendinguna inn á Kuyt í sigurmarkinu og var fyrirliðinn sáttur með samlanda sinn.

,,Hann er góður leikmaður og hann er mjög mikilvægur fyrir Liverpool. Ef það hefði ekki verið fyrir Andy, þá værum við kannski ekki í pottinum á morgun.”

,,Við spiluðum inn á styrkleika hans, hann getur valdið andstæðingnum miklum usla. Dirk Kuyt skoraði sigurmarkið og Daniel Agger fyrsta markið, en Andy Carroll átti stóran þátt í þessum sigri.”

Athugasemdir
banner
banner
banner