Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. febrúar 2012 11:25
Magnús Már Einarsson
Réttarhöldum yfir Terry frestað þar til eftir EM
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir meint kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand í Lundúnarslagnum gegn Queens Park Rangers í október í fyrra.

Terry mætti ekki sjálfur í réttarsal í morgun en lögfræðingur hans lýsti yfir sakleysi leikmannsins.

Í kjölfarið hefur verið ákveðið að fresta réttarhöldiunum þar til 9. júlí eða eftir að EM klárast í sumar. Terry mun því væntanlega vera áfram fyrirliði Englendinga á EM í sumar.

Terry mun því ekki fá neina refsingu á þessu tímabili en hann á að hafa sagt miður falleg orð sem tengdust kynþætti Anton Ferdinand.

Gripið var til aðgerða eftir að myndband var birt á veraldarvefnum þar sem Terry virðist segja "you f**ing black c*nt". Í desember var ákveðið að ákæra Terry en nú er ljóst að málið mun dragast á langinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner