Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   fös 03. febrúar 2012 17:40
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Man Utd handtekinn fyrir kynþáttaníð
Mynd: Red Issue
Stuðningsmaður Manchester United hefur verið ákærður fyrir kynþáttaníð. Atvikið átti sér stað í leik í ensku úrvalsdeildinni.

Howard Hobson er ásakaður um að hafa notað óvandað hótandi orðbragð og var handtekinn á leik United gegn Stoke City á þriðjudaginn síðasta.

Öskraði hann á leikmenn Stoke City.

Annar áhorfandi tilkynnti þetta til öryggisvarðar og var Hobson handtekinn eftir það.

Hann á að mæta til yfirheyrslu næsta miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner